Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ólafur er sameiningartákn, ekki sundrungartákn

Ólafur skálaði með útrásarvíkingunum í den, en nú hefur hann snúist gegn þeim, með hagsmuni kúgaðrar þjóðar að leiðarljósi.

Fyrir mér er hann maður að meiru fyrir að hafa gert upp við pólitíska fortíð sína, og orðið sameiningartákn heillar þjóðar, en ekki sundrungartákn.

Hvers vegna synjaði hann IceSavelögum 2 og 3 staðfestingar á sínum tíma?

Jú, hann kaus fremur að taka málstað sundraðrar og kúgaðrar þjóðar frekar en spilltra útrásarvíkinga.

M.ö.o. vil ég áfram Ólaf Ragnar Grímsson inn á Bessastaði. Af því að ég vil sameiningartákn, ekki sundrungartákn.


mbl.is Ólafur Ragnar með 58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í boði Samfylkingarinnar.

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti Íslands, synjaði IceSavelögum 2 og 3 staðfestingar, þá reis hann upp á móti ofurvaldi Jóhönnu og Steingríms J og bauð útrásarvíkingunum byrginn.

Þetta hefur Samfylkingarfólk ekki viljað sætta sig við, og leitað logandi ljósi að kandítat á móti Ólafi Ragnari.

Og hver var fyrir valinu, jú, Þóra Arnórsdóttir, þá aðstoðarritstjóri Kastljóss og fyrrverandi kennari við Stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar.

Og hvers vegna er Samfylkingarfólki svona mikið hjartans mál að trana fram Þóru á Bessastaði. Jú, til þess að koma okkur inn í ESB hvað sem það kostar.


mbl.is 8% skilja Þóru og Ólaf Ragnar að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonlítið ríkisstjórnarsamstarf

Ég er ósammála þeim orðum Jóhönnu Sig. frá því á gamlársdag að breytingarnar á ríkisstjórninni séu til þess fallnar að styrkja hana.

Því er nú þveröfugt farið, breytingin á ríkisstjórninni er bara til þess fallin að veikja hana fremur en að styrkja.

Tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjum og á meðan er Jóhanna að ríghalda í vonlítið ríkisstjórnarsamstarf.


mbl.is Rót við sameiningu ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaupið olli mér vonbrigðum

Ég var að horfa á Skaupið í tölvunni minni, og þarsíðast í gærkvöldi. Mér finnst vera nóg komið af þessari gömlu klisju Forsetans í Skaupinu, 'You ain't seen nothing yet'

Eins olli það mér vonbrigðum, að mest grín væri gert að Sjálfstæðis - og Framsóknarmönnum, en vinstrimenn hafi sloppið að mestu með skrekkinn.

Eins þykir mér mjög óviðeigandi að gera grín að harmleiknum í Noregi sem átti sér stað í sumar sl.

Þannig að mér finnst að RÚV og Skaupfólkið ætti að fara að taka til í eigin ranni.


Hefur Forsetinn ekki líka tjáningarfrelsi?

Nohh, eru nú ekki Sósíalistarnir farnir að taka fram fyrir hendur Forsetans hvað varðar tjáningarfrelsi hans, hinir sömu og sitja á rassgatinu, ráðalausir og aðgerðalausir, og bíða eftir því að þjóðarskútan sökkvi.

Væri ekki hollast að gefa ,,vinstri-mið-hægri" pólitíkusunum frí og koma á fót utanþingsstjórn? Hvernig væri það?


mbl.is Forseta lagðar línur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Þjóðfélagsumræða.

Höfundur

Jóhann Ingi Kristinsson
Jóhann Ingi Kristinsson
Ég hef mikinn áhuga á pólitík. Einnig mun ég blogga af krafti um eineltismál samfara pólitík.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband