Svartasti dagurinn í lýðveldissögunni.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. lofaði okkur siðbót, þ.e.a.s. hinu svokallaða Nýja Íslandi en hún hefur nú því miður gengið á bak þeirra orða sinna.

Nú verður Hrunið ekki, eða aldrei, gert upp. Gærdagurinn var svartasti dagurinn í lýðveldissögunni.

Ef það væri einhvern tíma kominn tími á að efna til mótmæla á Austurvelli, væri það ekki þá núna?

Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson bera m.a. ábyrgð á þessum voðaverknaði.


mbl.is „Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best að taka þátt í innra starfi stjórnmálaflokkana og nota það flotta vopn sem við eigum, kjörseðilinn.

Auðvitað kjósum við aðeins löggjafarvaldið.  Framkvæmdarvaldið virðist mega svo gera hvað sem er því engin lög ná yfir það.

Ég skil það að engin lög skuli ná yfir þá sem við kjósum í löggjafarvaldið, en af hverju framkvæmdarvaldið megi gera hvað sem er skil ég ekki.

Ekki eru allir ráðherrar "kjörnir fulltrúar".  

Það þarf að fá okkur einstaklinga á Íslandi til þess að skilja muninn á þessu.

Það sem mér finnst áhugaverðast er að þeir sem eru á móti því sem ríkisstjórnin er að gera, þ.e. innan stjórnarflokkana, skulu samþykkja að fyrrverandi ríkisstjórnir megi gera hvað sem er. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 10:51

2 Smámynd: Páll Jónsson

Svartasti dagurinn í lýðveldissögunni? Helvíti súrt að tapa fyrir Slóvenum en að öðru leyti gerðist ekkert gríðarlega sorglegt (eða sérstaklega merkilegt) í gær.

Páll Jónsson, 21.1.2012 kl. 15:00

3 Smámynd: Jóhann Ingi Kristinsson

Var ég sem sagt að blogga um Slóvenaleikinn hér að ofan? Páll, málið snýst um það að löggjafarvaldið (Alþingi) greip frammi fyrir hendurnar á dómsvaldinu (Landsdómi).

Jóhann Ingi Kristinsson, 21.1.2012 kl. 17:24

4 identicon

Er búið að ákveða að draga málshöfðunina til baka?  Sé svo ekki hefur enginn gripið fram fyrir hendurnar á neinum.  Það sem var fellt í gær var að draga tillögu um að draga ákæru á hendur GH til baka.  Enn hefur enginn samþykkt að málshöfðunin skuli dregin til baka.  Löggjafarvaldið hefur ekki gripið fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu.

Og þó svo væri; ætli mætti ekki finna annað sem flokkaðist fremur undir svartan dag? 

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 21:09

5 Smámynd: Landfari

Þú ert að missskilja hrapalega Jóhann Ingi um hvða var verið að greiða atkvæði. Í þessari atkvæðagreiðslu sigraði lýðræðið. Nú má semsagt ræða málið. Þykir þér það voðaverknaður? Í  hvurslags eiræaðisríki viltu eiginlega búa?

Hver niðurstaðan úr þeirri umræðu verður á svo eftir að koma í ljós. Svo máttu ekki rugla þessum landsdómi við dómsvaldið almennt í landinu. Í þessu máli kemur alþingi fram sem ákærandi og er alls ekki hlutlaus aðili.

Það sem þú ert að saka alþingi um í þessari tjáslu þinni er nákvæmlega það sem Þór Saari vildi að það gerði í máli 9 mennininganna þar sem það átti enga aðild að málarekstrinum. Þar fannst honum ekkert að því að alþingi tæki fram fyrir hendurnar á öðru ríksivaldi.

Landfari, 22.1.2012 kl. 01:56

6 identicon

Þorvaldur og Landfari

Það vill svo til að Jóhann Ingi var ekki misskilja nokkurn skapaðan hlut, hann hefur rétt fyrir sér. Svo var þetta engin tjásla. Hann er búinn að lesa mannkyns- og íslandssögu í 17 ár. Þið ættuð kannski að reyna að kynna ykkur hana.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 04:10

7 Smámynd: Landfari

Það er fyndið Þókatla að þú sért að tjá þig svona um þetta mál núna þremur máuðum seinna þegar í sagan hefur staðfest að misskilningur Jóhanns er alger og kemur mankyns og Íslandssögu ekkert við.

Atkvæðgreiðslan var ekki um hvort draga ætti málið til baka eða ekki heldur um hvort ræða ætti málið eða ekki.

Landfari, 18.4.2012 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðfélagsumræða.

Höfundur

Jóhann Ingi Kristinsson
Jóhann Ingi Kristinsson
Ég hef mikinn áhuga á pólitík. Einnig mun ég blogga af krafti um eineltismál samfara pólitík.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband